EG MainManager
Auðveldari fasteignastjórnun – full yfirsýn yfir eignir þínar og stuðningsþjónustu.
Gerðu fasteignastjórnunina einfaldari og snjallari með kerfi sem er sniðið að þínum rekstri.
Gerðu fasteignastjórnunina einfaldari og snjallari með kerfi sem er sniðið að þínum rekstri.
EG MainManager hjálpar þér að bæta reksturinn með því að stafrænna ekki aðeins viðhald og bilanatilkynningar, heldur einnig allar stuðningsþjónustur eins og innkaupaferli, rekstur & viðhald, rýmisstjórnun, þjónustustjórnun, fasteignastjórnun, þrif, verkefnastjórnun, orku- og eignastjórnun. Með miðlægri lausn færð þú fulla yfirsýn yfir alla þætti rekstrarins, sem sparar tíma, dregur úr kostnaði og bætir bæði líftíma eignanna og reksturinn.
EG MainManager er fullkominn CAFM-hugbúnaður (Computer Aided Facility Management), sem er notaður við stjórnun á meira en 30.000 byggingum í Evrópu.
Með EG MainManager hefur þú yfirlit yfir orkusparnað, rýmisstjórnun, rekstur og viðhald, þjónustusamninga, fjármál og viðhaldssögu. Með fullri yfirsýn í einu kerfi er einfaldara að skipuleggja, hafa yfirsýn yfir kostnað og gera mikilvæga vinnu fyrirtækisins sýnilega.
Hugbúnaðurinn býður upp á einstaka yfirsýn með myndrænni framsetningu á GIS-kortum, í BIM-líkönum og með gagnvirkum 2D-teikningum.
Lengdu líftíma BIM líkana eignarinnar með því að hlaða þeim inn í EG MainManager. Þar er þér gert kleift að nota þrívíddarlíkanið til að skoða og ferðast um eignina þína á sjónrænan hátt og fá yfirlit yfir hvar viðföng og verk eru staðsett í byggingunni.
Það þýðir:
Fáðu 100% sérsniðna, notendavæna lausn sem hentar þinni starfsemi. Ef þú vilt vita meira um EG MainManager þá getur þú lesið meira um hverja einingu fyrir sig og hlaðið niður vörulýsingu.
Mannvirkjaskrá í EG MainManager veitir einstaka yfirsýn yfir eignirnar þínar.
EG MainManager hefur hannað þetta ferli til að einfalda uppsetningu allrar eignarinnar sem innifelur skráningu bygginga, hæða, rýma og opinna svæða.
Í mannvirkjaskrá getur notandinn jafnframt skráð byggingahluta og tæknikerfi út frá staðlaðri uppsetningu, staðsett þessi viðföng innan bygginga og hengt skjöl við öll viðföng í strúktúrnum.
Mannvirkjaskrá er hægt að sérstilla eftir þínum þörfum.
3 góðar ástæður:
Þessi eining er sérstaklega ætluð til að skapa yfirlit yfir öll þau atvik og ábendingar sem berast og tengjast þínum eignum hvort sem er innan- eða utandyra. Þessar ábendingar geta komið úr ýmsum áttum þ.e. frá notendum, viðskiptavinum, íbúum, leigutökum og verktökum.
Staða ábendinga er ávallt sýnileg, viðbragð við þeim er mælt og hægt er að nálgast tölfræðilegar upplýsingar um þær hvort sem er í lista eða á grafi. Með notkun á gagnvirkum teikningum og korti kemur einnig sá möguleiki fram að geta skráð ábendingar beint þar í gegn og séð grafískt yfirlit.
Rekstrar- og viðhaldsferlið í EG MainManager er öflugt til að stýra aðgerðum og upplýsingum sem tengjast rekstri og viðhaldi á eignunum þínum. Hér er hægt að setja upp áætlanir fyrir viðhaldsverkefni t.d. út frá úttektum/skoðunum en jafnframt skrá endurkvæm rekstrarverk og halda utan um allan kostnað tengdum þessum áætlunum.
Með greiðum aðgangi að öllum upplýsingum um þau verk sem unnin eru og sögu hvers viðfangs mun það hjálpa við að taka betri ákvarðanir og skipuleggja fram í tímann.
Hér er hægt að geyma allar upplýsingar þjónustusamnings svo sem upplýsingar um þjónustustig (SLA) og árangursmælikvarða (KPI).
EG MainManager er með sveigjanlegt kerfi fyrir skráningu og utanumhald á búnaði.
Hér eru möguleikar á að skrá margar mismunandi tegundir búnaðar svo sem farartæki, tölvubúnað, húsgögn, listaverk o.fl. sem getur svo verið staðsett innanhúss eða utandyra.
Með leiguumsýslu er hægt að skilgreina mismunandi viðföng sem eiga að vera til útleigu og halda utan um allar greiðslur sem tengjast leigusamningum. Sem dæmi, þá er hægt að leigja út alla fasteignina, ákveðna byggingu, svæði utanhúss, íbúð, rými o.fl.
Einnig er mögulegt að halda utan um kaupsamninga og það ferli sem á sér stað þegar fasteign er seld.
Í EG MainManager er orkustjórnunarkerfi fyrir eignasafnið. Með því geturðu stýrt og fylgst með orkunýtingu og orkunotkun og þannig dregið úr kostnaði og umhverfisáhrifum.
Orkustjórnun í EG MainManager getur hjálpað þér að:
Náðu stjórn á verkefnunum, stórum sem smáum. Í EG MainManager er hægt að setja upp verkefni með skilgreindum fjárhagsramma, vörðum o.s.frv.
Fermetraverð í byggingum er hátt og því er mikilvægt að hafa góða stjórn á notkun rýmis og auka hagkvæmni þess eins og mögulegt er. Fáðu yfirsýn yfir rými og nýtingu þeirra með rýmisstjórnun.
EG MainManager gerir þér kleift að:
Við bjóðum upp á fimm mismunandi svokallaðar þemagáttir en það eru ferlar sem innihalda upplýsingar um sérstök málefni eða þemu þ.e.:
Í þessari einingu er hægt að halda utan um og stjórna verkum sem snúa að ræstingum og raða niður mannafla í þau verk.
Í ræstieiningunni geta notendur:
Þú getur sett upp skipulagseiningarnar þínar þ.e. fyrirtækið þitt, þjónustuaðila, verktaka og viðskiptavini ásamt því að stýra aðgangi notenda að kerfinu – allt á einum stað.
Í aðgangsstýringarferlinu er einfalt að fá yfirlit yfir notendur, notendahlutverk og aðgangsheimildir að einingum kerfisins.
EG MainManager styður einfalda auðkenningu (Single Sign-On) í gegnum SAML (Security Assertion Markup Language) og AD (Active Directory) sem gerir innskráningu notenda einfaldari.
Að auki styður EG MainManager tengingar við mannauðskerfi (HR systems) sem getur sparað umtalsverðan tíma fyrir stórar og flóknar skipulagseiningar.
Í EG MainManager eru skjöl hengd við viðföng (byggingu, hæð, rými, opin svæði, tæknikerfi), eða tengd með hlekk frá ytri gagnagrunni eða vefsíðu.
Leit og síun eftir flokkum, dagsetningu eða leitarorðum gerir þér kleift að finna fljótt þær upplýsingar sem þú þarft.
Ef þú vilt ganga enn lengra í skjalastjórnun, þá getur þú bætt einingum við sem gera þér mögulegt að t.d. útgáfustýra og setja upp rýniferli fyrir skjöl.
Skjalastjórnun gefur þér kost á að:
Með fjármálastjórnun í EG MainManager færðu yfirsýn yfir kostnað við heildar eignasafnið eða tiltekin viðföng (lóðir, byggingar, rými, tæknikerfi o.s.frv.).
Fjárhagsupplýsingar eru aðgengilegar t.d. í gegnum fjárhagsáætlun fyrir rekstur og viðhald, bókhaldsfærslur á verkbeiðnum, rafræna reikninga og samantektir upplýsinga á bókhaldsvíddir.
Rønne Havn er þriðja höfnin á Norðurlöndunum sem velur EG MainManager. Aarhus Havn hefur notað EG MainManager í yfir 10 ár, og í fyrra valdi Oslo Havn að taka lausnina í notkun.
Hingað til höfum við ekki haft stað þar sem öllum verkefnum okkar hefur verið safnað saman. Þekking okkar hefur verið dreift á nokkur hlutverk og því höfum við gert smá hér og þar án þess endilega að skrá hvað við höfum gert, hvenær og hvers vegna við höfum gert það. Það gengur ekki lengur, þess vegna ætlum við að byrja að nota EG MainManager.Pernille Stenberg Niemi, Digital Asset Coordinator, Rønne Havn A/S
Main Manager hefur framkallað miklar og jákvæðar breytingar á starfsemi okkar á tæknideild Landspítala allt frá því við tókum kerfið í notkun haustið 2014.
Main Manager er notendavænt, skilvirkt og auðveldar okkur allt utanumhald á þeim þúsundum mála sem rata inn á okkar borð ár hvert.
Nýverið tókum við í notkun nýjan kortagrunn með 10 þúsund rýmum í þeim 110 byggingum sem eru á spítalanum og hefur þetta haft umtalsverð jákvæm áhrif á upplifun almennra notenda á spítalanum svo ekki sé minnst á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur haft á vinnu okkar tæknimanna við allt fyrirbyggjandi viðhald á tæknikerfum spítalans.Kristján H Theodórsson, Deildarstjóri, Landspitali
Starfsmenn Main Manager hafa stutt vel við bakið á okkur við innleiðingu á einstökum kerfishlutum og fyrir það eru við afar þakklát. Main Manager er í dag ómissandi hluti af okkar daglega starfi.
Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.
Lesa meiraVið erum meðal 2% best reknu fyrirtækja Íslands. Við erum mjög stolt að hafa hlotið enn og aftur viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo sem er merki um þá miklu og góðu vinnu sem okkar fólk leggur til á hverjum degi.Guðrún Rós Jónsdóttir, Director, EG
Lokað