Af hverju að velja EG MainManager?

Með EG MainManager færðu fullkomna lausn fyrir rekstur fasteigna. Gerðu eignastjórnun þína stafræna með lausn sem er sérsniðin þínu fyrirtæki.

Upplifðu kostina við EG MainManager

EG MainManager

3 góðar ástæður fyrir að velja EG MainManager

Skoðaðu lausnirnar okkar

Fáðu 100% sérsniðna, notendavæna lausn sem hentar þinni starfsemi. Ef þú vilt vita meira um EG MainManager þá getur þú lesið meira um hverja einingu fyrir sig og hlaðið niður vörulýsingu.

Bygging

Mannvirkjaskrá

Mannvirkjaskrá

Mannvirkjaskrá í EG MainManager veitir einstaka yfirsýn yfir eignirnar þínar.
EG MainManager hefur hannað þetta ferli til að einfalda uppsetningu allrar eignarinnar sem innifelur skráningu bygginga, hæða, rýma og opinna svæða.

Í mannvirkjaskrá getur notandinn jafnframt skráð byggingahluta og tæknikerfi út frá staðlaðri uppsetningu, staðsett þessi viðföng innan bygginga og hengt skjöl við öll viðföng í strúktúrnum.

Mannvirkjaskrá er hægt að sérstilla eftir þínum þörfum.

3 góðar ástæður:

  • Auðvelt að setja upp mannvirki/eignir
  • Tölfræði og skýrslur fyrir eignasafnið
  • Grafískt yfirlit yfir gögn

Sækja vörublað (PDF)

Mobile

Hjálparborð

Hjálparborð

Þessi eining er sérstaklega ætluð til að skapa yfirlit yfir öll þau atvik og ábendingar sem berast og tengjast þínum eignum hvort sem er innan- eða utandyra. Þessar ábendingar geta komið úr ýmsum áttum þ.e. frá notendum, viðskiptavinum, íbúum, leigutökum og verktökum.

Staða ábendinga er ávallt sýnileg, viðbragð við þeim er mælt og hægt er að nálgast tölfræðilegar upplýsingar um þær hvort sem er í lista eða á grafi. Með notkun á gagnvirkum teikningum og korti kemur einnig sá möguleiki fram að geta skráð ábendingar beint þar í gegn og séð grafískt yfirlit.

Sækja vörublað (PDF)

 
administration

Rekstur og viðhald

Rekstur og viðhald

Rekstrar- og viðhaldsferlið í EG MainManager er öflugt til að stýra aðgerðum og upplýsingum sem tengjast rekstri og viðhaldi á eignunum þínum. Hér er hægt að setja upp áætlanir fyrir viðhaldsverkefni t.d. út frá úttektum/skoðunum en jafnframt skrá endurkvæm rekstrarverk og halda utan um allan kostnað tengdum þessum áætlunum.

Með greiðum aðgangi að öllum upplýsingum um þau verk sem unnin eru og sögu hvers viðfangs mun það hjálpa við að taka betri ákvarðanir og skipuleggja fram í tímann.

Sækja vörublað (PDF)

 
Check list

Þjónustusamningar

Þjónustusamningar

Hér er hægt að geyma allar upplýsingar þjónustusamnings svo sem upplýsingar um þjónustustig (SLA) og árangursmælikvarða (KPI).

Sækja vörublað (PDF)

 
mobil-tablet

Búnaðarskráning

Búnaðarskráning

EG MainManager er með sveigjanlegt kerfi fyrir skráningu og utanumhald á búnaði.

Hér eru möguleikar á að skrá margar mismunandi tegundir búnaðar svo sem farartæki, tölvubúnað, húsgögn, listaverk o.fl. sem getur svo verið staðsett innanhúss eða utandyra.

Sækja vörublað (PDF)

Icon

Leiguumsýsla

Leiguumsýsla

Með leiguumsýslu er hægt að skilgreina mismunandi viðföng sem eiga að vera til útleigu og halda utan um allar greiðslur sem tengjast leigusamningum. Sem dæmi, þá er hægt að leigja út alla fasteignina, ákveðna byggingu, svæði utanhúss, íbúð, rými o.fl.

Einnig er mögulegt að halda utan um kaupsamninga og það ferli sem á sér stað þegar fasteign er seld.

Sækja vörublað (PDF)

 
Energy

Orkuskráning

Orkuskráning

Í EG MainManager er orkustjórnunarkerfi fyrir eignasafnið. Með því geturðu stýrt og fylgst með orkunýtingu og orkunotkun og þannig dregið úr kostnaði og umhverfisáhrifum.

Orkustjórnun í EG MainManager getur hjálpað þér að:

  • Lækka orkukostnað
  • Lækka kostnað við útköll verktaka
  • Hámarka endingartíma tækjakostar þíns
  • Hafa betri/nákvæmari yfirsýn yfir orkunotkun þína
  • Skrá orkufótspor fyrirtækisins

Sækja vörublað (PDF)

 
AssistedPlanning

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

Náðu stjórn á verkefnunum, stórum sem smáum. Í EG MainManager er hægt að setja upp verkefni með skilgreindum fjárhagsramma, vörðum o.s.frv.

Sækja vörublað (PDF)

 
Elektronisk syn

Rýmisstjórnun

Rýmisstjórnun

Fermetraverð í byggingum er hátt og því er mikilvægt að hafa góða stjórn á notkun rýmis og auka hagkvæmni þess eins og mögulegt er. Fáðu yfirsýn yfir rými og nýtingu þeirra með rýmisstjórnun.

EG MainManager gerir þér kleift að:

  • Hlaða upp gagnvirkum teikningum (2D) og nota þær við rýmisstjórnun
  • Stýra og hafa yfirsýn yfir notkun rýma
  • Sjá útleigð svæði og hverjir nota rýmin
  • Úthluta rýmum
  • Reikna leiguverð
  • Fá yfirlit yfir svæði sem eru ónýtt

Sækja vörublað (PDF)

 
 
socialfaglige metoder

Þemagáttir

Þemagáttir

Við bjóðum upp á fimm mismunandi svokallaðar þemagáttir en það eru ferlar sem innihalda upplýsingar um sérstök málefni eða þemu þ.e.:

  • Brunavarnir
  • Öryggi og heilsa
  • Varðveisla menningarverðmæta
  • Algild hönnun (aðgengismál)
  • Umhverfismál, þar á meðal umhverfisáætlun og flokkun úrgangsefna

Sækja vörublað (PDF)

 
Rengøringsmodul

Stjórnun ræstinga

Stjórnun ræstinga

Í þessari einingu er hægt að halda utan um og stjórna verkum sem snúa að ræstingum og raða niður mannafla í þau verk.

Í ræstieiningunni geta notendur:

  • Skilgreint gæðakröfur og tengt þær við tegundir rýma eða einstök rými
  • Sett upp ræstilíkan þar sem tíðni og viðmiðunartími fyrir ræstingu er skilgreindur fyrir tegund rýma
  • Tengt ræstilíkan við rými og aðlagað upplýsingar fyrir það
  • Sett upp ræstisónur/svæði og notað gagnvirkar teikningar við skipulagningu
  • Skilgreint ræstiteymi og prófíla til að ákvarða nýtingu
  • Stýrt ræstiáætlun með verkum og verkbeiðnum

Sækja vörublað (PDF)

 
 
CPR

Skipulagseiningar og notendur

Skipulagseiningar og notendur

Þú getur sett upp skipulagseiningarnar þínar þ.e. fyrirtækið þitt, þjónustuaðila, verktaka og viðskiptavini ásamt því að stýra aðgangi notenda að kerfinu – allt á einum stað.

Í aðgangsstýringarferlinu er einfalt að fá yfirlit yfir notendur, notendahlutverk og aðgangsheimildir að einingum kerfisins.

EG MainManager styður einfalda auðkenningu (Single Sign-On) í gegnum SAML (Security Assertion Markup Language) og AD (Active Directory) sem gerir innskráningu notenda einfaldari.

Að auki styður EG MainManager tengingar við mannauðskerfi (HR systems) sem getur sparað umtalsverðan tíma fyrir stórar og flóknar skipulagseiningar.

Sækja vörublað (PDF)

Documentation

Skjalastjórnun

Skjalastjórnun

Í EG MainManager eru skjöl hengd við viðföng (byggingu, hæð, rými, opin svæði, tæknikerfi), eða tengd með hlekk frá ytri gagnagrunni eða vefsíðu.
Leit og síun eftir flokkum, dagsetningu eða leitarorðum gerir þér kleift að finna fljótt þær upplýsingar sem þú þarft.

Ef þú vilt ganga enn lengra í skjalastjórnun, þá getur þú bætt einingum við sem gera þér mögulegt að t.d. útgáfustýra og setja upp rýniferli fyrir skjöl.

Skjalastjórnun gefur þér kost á að:

  • Tengja skjöl við byggingar, verkefni og önnur viðföng í EG MainManager
  • Geyma og flokka skjöl með tvöföldu flokkunarkerfi
  • Stýra aðgangi að skjölum í gegnum málaflokka
  • Skoða og hengja skjöl við verkbeiðnir í gegnum EG MainManager appið

Sækja vörublað (PDF)

 
 
Overview economy

Fjármálastjórnun

Fjármálastjórnun

Með fjármálastjórnun í EG MainManager færðu yfirsýn yfir kostnað við heildar eignasafnið eða tiltekin viðföng (lóðir, byggingar, rými, tæknikerfi o.s.frv.).

Fjárhagsupplýsingar eru aðgengilegar t.d. í gegnum fjárhagsáætlun fyrir rekstur og viðhald, bókhaldsfærslur á verkbeiðnum, rafræna reikninga og samantektir upplýsinga á bókhaldsvíddir.

 

Sækja vörublað (PDF)