EG Ajour

EG Ajour vettvangurinn er samsettur af verkfærum sem tryggja góð samskipti og skjalastýringu á verkefnunum þínum.

Með EG Ajour tryggir þú þér að allt byggingarstjórnunar- og gæðaeftirlitsferlið gerist í einu kerfi, frá upphafsskrefum hönnunar- og framkvæmdarfasans sem og í gegnum allt verkið og síðar þegar byggingin hefur rekstur sinn.

Fáðu innsæi í allar einingarnar sem eru hluti af EG Ajour og settu þær saman eftir þörfum.

EG Ajour

Einingar

Þú getur sett einingarnar saman eftir þörfum og tryggt að öll stjórnun byggingar- og gæðaeftirlitsferilsins fari fram í einu kerfi frá upphafi verkefnis til afhendingar og rekstrar byggingana.

EG AjourBox

AjourBox

AjourBox

Verkefnavefur fyrir skjalastjórnun með innbyggðum BIM skoðara

AjourBox er faglegur verkefnavefur fyrir útgáfustjórn skjala og teikninga fyrir byggingaverkin þín. Hægt er að nota vettvanginn í upphafsskrefum hönnunar- og framkvæmdarfasans sem og í gegnum allt verkið og síðar þegar byggingin hefur rekstur sinn.

AjourBox er vefbundið sem þýðir að þú hefur aðgang að vettvanginum í gegnum bæði spjaldtölvur og síma og geta allir aðilar verksins þess vegna verið ætíð uppfærðir.

EG AjourQA

AjourQA

AjourQA

Stafræn gæðatrygging með teikningum og ljósmyndaskjölum

AjourQA er eitt notendavænasta og einfaldasta KS kerfi markaðarins. AjourQA skapar fagleg gæðaeftirlitsefni sem hægt er að prenta eða deila með öðrum verkaðilum

Kerfið safnar saman viðeigandi upplýsingum þar sem skráningin vísar stöðugt í staðsetningu á teikningu.

Notaðu appið á byggingarsvæðinu eða skráðu þig inn á vettvang okkar frá skrifstofunni og hengdu myndir, texta og eftirlitsáætlanir við gæðatryggingarskráninguna.

EG AjourInspect

AjourInspect

AjourInspect

Byggingarstjórnun og faglegt eftirlit með eftirfylgni og skjölun

Það getur verið erfitt að hafa stjórn á hinum fjölmörgu verkefnum innan byggingarverks. Þess vegna er AjourInspect eitt mest notaða samskiptatæki í danska byggingariðnaðinum. Undanfarin 10 ár höfum við þróað tólið stöðugt til að takast á við daglegt líf á byggingarsvæði.

Fylgstu með framkvæmdum

Búðu til skráningar á framkvæmdarstað yfir þá hluti sem skrá niður eða beturumbæta. Viðhengdu teikningu, myndir og texta við skráninguna og sendu hana strax til þeirra aðila sem eiga í hlut.

Öll gögn eru tengd við skráninguna á teikningunni. Móttakandinn sér einungis þær skráningar sem hann er ábyrgur fyrir að lagfæra og svarar auðveldlega með því að uppfæra stöðuna á verkefninu. Kerfið heldur þér uppfærðum með daglegum tölvupóstum um ný og gömul verkefni.

EG AjourTender

AjourTender

AjourTender

Umsjón með stafrænum útboðum

Náðu í útboðsefni og haltu stafræn útboð, einfaldlega. Með AjourTender fær útbjóðandi öryggi og snögga yfirsýn yfir útboð fyrirtækisins.

Tilboðsgjafar geta auðveldlega sótt útboðsefnið og skilað inn tilboðum með viðhengjum beint í AjourTender.

Kerfið er hannað til að sækja verð á stórum opinberum útboðum, en einnig minni tilboðsumferðir fyrir aðal- og lykilverktaka.

EG AjourFM

EG AjourFM

EG AjourFM

Afhending og skipulagning fyrir rekstur og viðhald

Skjalfestu reksturinn með einföldu afhendingarferli. Undirbúðu stafræn skjöl tengd reksri og viðhaldi í tengslum við afhendingu byggingarinnar og til notkunar við síðari rekstur og þjónustu byggingunnar.

Rekstraráætlanir

Framkvæmdu kerfisbundið viðhald á byggingunni beint úr farsímanum með því að nota ítarleg byggingarhlutakort.

Leitaðu að gögnum

Það er auðvelt að leita að og nálgast gögn. Hvenær sem er, hvar sem er.

Ferli

Hafðu samand

Leyfðu okkur að hjálpa þér að finna réttu lausnina.

Við hjálpum byggingariðnaðinum að hagræða viðskipti sín með hugbúnaði sem byggir á hagnýtri reynslu og nýjustu stafrænu þekkingu.

Hringdu í okkur í síma +354 519 1777 og fáðu svör við spurningum þínum áður en þú tekur ákvörðun.

Ráðgjafi

Magnús Jónsson

Ráðgjafi

Jóhannes Unnar Barkarson