Svona getum við notað gervigreind í byggingaiðnaðinum
Gervigreind er góð í að greina myndir og að finna mynstur, og það, samkvæmt Magnus Therkildsen, getum við nýtt okkur í hugbúnað EG. Magnus Therkildsen er yfirmaður í EG Construction og vinnur meðal annars, að því að kanna nýja möguleika sem felast í notkun gervigreindar í útreikningsverkfærinu EG Sigma.
Hvaða gildi felst í þessu fyrir viðskiptavini?
"Fyrst þarf að greina hvar gervigreindin getur skapað gildi og hvar hún getur raunverulega skipt sköpum", segir Magnus Therkildsen.
"Gervigreind getur hjálpað okkur með sjálfbærni, t.d. með því að reikna verkefni á þann máta sem dregur úr kolefnisfótspori, meðal annars með LCA-útreikningum. Þetta getur sérstaklega aðstoðað minni fyrirtæki, sem geta fengið, fyrir litla upphæð, sérfræði-sjón með því að við innleiðum gervigreind í hugbúnaðinn, t.d. EG Sigma.", segir Magnus.
Öryggisbæting á byggingasvæði
"Það er ótrúlegt hvað gervigreindin getur greint úr myndum á stuttum tíma. Það er hægt að nota á byggingasvæðum með því að skoða margar myndir og myndbönd. Mögulega væri t.d. hægt að finna vinnupall sem ekki er rétt festur. Gervigreindin getur fylgst með þessu.
Gervigreind getur unnið með mjög mikið gagnamagn og það getur einnig verið kostur við skipulag. Þannig getur gervigreindin fundið mynstur frá gögnum úr fyrri verkum og notað svo framtíðar skipulag verði enn árangursríkara.
Notkun ChatGPT vegna tilboða
Magnus Therkildsen vinnur að því hvernig við getum örugglega notað ChatGPT í EG Sigma.
Það getur tryggt að maður gleymi ekki mikilvægum hlutum í tilboðsgerð og endi ekki sjálfur með auka útgjöld við framkvæmd.
"Við getum notað vitneskju ChatGPT um 'best practise' við framkvæmd og í endurnýtingu gagna. Þannig er hægt að finna villur og annmarka en á sama tíma fengið aðstoð við tilboðsbréf og skýrslur. Allt þetta sparar mikinn tíma."
EG kannar möguleikana með gervigreind
EG hefur að svo stöddu meira en 100 notkunartilvik sem við er með í nánari greiningu. Við höfum komið á fót miðlægu teymi sem vinnur að lausnum sem hægt er að nota í EG en einnig að því hvernig gervigreind getur veitt viðskiptavinum gildi.
Gervigreind er nú þegar notuð í hugbúnaði EG í hinum ýmsu myndum.