EG er með á stórsýningunni Verk og Vit um allt það nýjasta í byggingariðnaði
17. apríl 2024

EG er með á stórsýningunni Verk og Vit um allt það nýjasta í byggingariðnaði

EG Ajour, vettvangur byggingariðnaðarins fyrir samvinnu, verður hápunktur á EG Construction pallinum á Verk og Vit dagana 18.-21. Apríl. Það sem meira er, er að við kynnum einnig EG Sigma til leiks.

EG Ajour hefur í mörg ár verið vinsælt verkfæri á Íslandi. Vettvangur með einingum sem gerir samvinnu auðveldari og skapar árangursríkari vettvang til að stýra verkferlum í framkvæmdverkefni, frá upphafi til enda. Við tökum samt eitthvað nýtt með á pallinn í ár og er það EG Sigma.

"Í ár tökum við útreikningaverkfærið EG Sigma með á sýninguna. Eg Sigma er sterk vara sem margir af okkar núverandi kúnnum gætu nýtt sér vel" segir Asmus Ditlev Larsen sem er yfirmaður EG Construction.

 

Við trúum að útreikningakerfi geti einnig haft mjög góð áhrif á árangur og gæði í byggingariðnaðinum á Íslandi. Þess vegna hlökkum við mjög mikið til að sýna EG Sigma Asmus Ditlev Larsen, yfirmaður, EG Construction

 

"Ísland er og hefur alltaf verið stór hluti af EG Ajour. Við höfum náð mjög góðri útbreiðslu í landinu í gegnum samstarf okkar við Ajour Ísland. Þeir tryggja mikla fagmennsku við stafvæðingu byggingariðnaðarins á Íslandi sem við erum öll mjög stolt af".

Á sýningunni getur þú, að undanteknu EG Ajour, séð:
EG Sigma – Notendavænt iðnaðarverkfæri fyrir útreikninga og tilboð
EG Collab – Vettvangur fyrir verkstýringu og hagræðingu gagnagrunna. Kemur einnig með samþættingu við EG Sigma.
EG Tracetool – Árangursrík verkfærastýring – heldur utan um öll verkfæri og efni

Stórsýningin Verk & Vit er einstakt tækifæri til að upplifa allt það nýjasta í byggingaiðnaði og skipulagsmálum.

Hefur þú áhuga á að vera með í þróun innan byggingariðnaðarins, skipulagsmálum sveitarfélaga og opinberum framkvæmdum? Þá er sýningin eitthvað fyrir þig!

100 sýnendur og nýjustu framkvæmdatrends

Óháð því hvort þú ert verktaki, verkfræðingur, skipuleggjandi eða einfaldlega bara forvitin um framtíð framkvæmda þá er það þess virði að kíkja við á Verk og Vit 2024.

Á meðal u.þ.b. 100 sýningarbása finnur þú allt frá byggingaverktökum, ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki fyrir hugbúnað sem og leigu á útbúnaði.

Stærsti iðnaðarviðburður Íslands

Verk og vit er sérstakur viðburður. Árið 2022 dró sýningin að sér u.þ.b. 25.000 gesti og var stærsti viðburður af sinni gerð sem hefur verið haldin á Íslandi. Sýningin verður haldin í Reykjavík dagana 18.-21. Apríl 2024.

Meira um EG Ajour